Dagurinn í dag var ótrúlega erfiður og sýnir alveg að þessi ferð er alls ekki að fara vera bara dans á rósum. Hópnum var skipt í tvo hópa og annar fór í hverfin að taka skýrslur og hinn var eftir í skólanum í prógrammi með krökkunum. Ég fór með mínum hóp í tvö fátækrahverfi eða "slömm" eins og þetta er kallað. Við í byrjuðum í hverfi sem er talið "besta" fátækrahverfið hérna í nirobi. Það var slæmt en ekkert í líkingu við það sem beið okkar seinna um daginn. Við fórum í heimsóktum þrjár fjölskyldur í þessu hverfi. Við tókum þrjár skýrslur af börnum í einu af húsinu. Þar var mamman HIV smituð og pabbinn hafði dáið stuttu áður úr HIV. Mamman vann við að selja hnetur þegar hún var ekki veik og fékk tæpann 10 ISK á dag í laun. Hún var mjög áhyggjufull um framtíð barnana þegar hún myndi deyja. Við hittum tvær fjölskyldur í viðbót og tókum skýrslur af 6 örðum börnum.
Svo var komið að hinu slömminu sem var hræðilegt. En fengum samt að vita að þetta var alls ekki versta slömmið. Við keyrðum upp að hverfinu og rusla haugurinn gnæfði yfir og börnin léku sér í ruslinu. Lyktin var hræðileg og maður þurfti að anda í genum munninn til þess að kúgast ekki. Við löbbuðum í gegnum ruslið og draslið og fórum og skoðuðum hverfið. Þar var lyktin verri enda er salernis aðstaða engin í hverfinu og allir gera stykkin sín í poka og henda í lækinn. Þessi kúkakækur lekur um allt hverfið og þurftum við að príla og stíga í hann MARG oft... Þetta var ógeðslegasta sem ég hef lent í en krakkarnir hlupu berfættir sælir í þessu.
Börn fá sjaldan ný föt hér og eru þau notuð þangað þau slitna. Hér er einn eins árs í alltof litlum fötum að leika sér í kúka læknum með brot úr járn ofni.
Við heimsóktum tvær fjölskyldur í þessu hverfi og skyldum eftir pening. Það er súrrealískt að rétta þeim 1000 sirlínga sem gerir um það bil 1200ISK og það er eins og himnasending að ofan fyrir þau. Þessi upphæð tryggir þeim mat og leigu út heilann mánuð en ég tek ekki eftir að þessi peningur er horfinn úr veskinu mínu. Ég hef aldrei upplifað annað eins og ég sit með tárin í augunum skrifandi þetta því ég skil ekki hvernig svona fátækt sé til árið 2013. Ég fer á morgun í hættulegasta fátækrahverfi í Nirobi með vopnuðum lífverðum að hitta litlu stelpuna mína sem ég er búin að vera styrkja, ég get ekki beðið!! Ég skelli nokkrum myndum frá deginum hér í lokin.
Svo hvet ykkur öll að fara inná abc.is eða hvaða síðu sem er og styrkja barn. Það virkilega breytir lífum.
Jónína
Sælar, stelpur. Unnur vinkona mín (sem er með ykkur í ferðinni) benti mér á þessa síðu. Þetta er frábært blogg og yndislegar en jafnframt svo sorglegar myndir. Takk fyrir að leyfa manni að fylgjast með. Þið eruð öll hetjur. Kv. Rut Viktorsdóttir
SvaraEyðaTakk kærlega og rosalega gott að heyra að eitthver sé að lesa bloggið okkar. Við ætlum að reyna að blogga á hverjum degi svo endilega haltu áfram að fylgjast með :)
SvaraEyðaGeri það sko, pottþétt :)
EyðaJiii ég fór bara að gráta við að lesa þetta :-( ég þekki líka Unni... Gaman að fá að fylgjast með :-)
SvaraEyða