fimmtudagur, 15. ágúst 2013

Síðasti dagurinn í Oloitokitok

Eins og Júlíana sagði hérna í síðasta bloggi hafa síðustu dagar verið mjög svipaðir. Þeir hafa einkennst af skýrslugerðum og löngum göngum milli húsa. Virkilega skrýtið að sjá að fólk búi við þessar aðstæður og eru þær svipaðar en samt gjörólíkar við aðstæðurnar í Nairobi. Við erum nú búin að taka skýrslur af flestum krökkunum á Loitokitok svæðinu og bætist óðum við styrktarbörn ABC. Núna sitjum við við tölvurnar að setja skýrslurnar inn svo hægt sé að finna styrktarforleldra fyrir börnin. En svo á morgun förum við í smá "frí" og fáum að upplifa Afríku á annan hátt. Þar sem að síðasta blogg fór vel yfir hvernig lífið hefur verið verður þetta meira myndablogg frá ferðinni hingað til.

Helga














































































föstudagur, 9. ágúst 2013

Oloitokitok


Þar sem allir dagar eru farnir að renna saman í eitt þannig ég ætla að raða þessu svona skipulega og snyrtilega upp.

7.ágúst (mið) vöknuðum frekar snemma og kláruðum að pakka, fórum svo niður í miðbæ nairobi og fórum à markaði og fengum okkur að borða. Svo lögðum við af stað til loitoktok- 4 tima keyrsla í umfeðinni hérna er gjörsamlega búin að breyta bílhræðslunni minni það er alveg öruggt!!! Rosalega fyndið lika að umferðin stoppaði útaf risa gíraffahjörð sem var að fara yfir veginn !!! Þegar við mættum svo á staðinn fór júlla á pödduveiðar og drap bara 5 kóngulær inní herberginu og nokkrar flugur....en við stelpurnar ýttum rúmmunum okkar bara saman og erum í rosa kózy stemmingu hér.

8.ágúst(fimmtudagur) : vöknuðum klukkan 10 og fórum af stað til masaii ættbálkssins. Þau tóku þvílíkt vel á móti okkur með allskonar dans og söng atriðum og við fengum að sjá hvernig masaii konurnar klæða sig sem er ansi skrautlegt. Smá um þennann ættbálk en ABC er með starf hérna því her er mikil þörf fyrir hjálp, hefðin er að maðurinn ræður öllu og konan er algjört núll og nix. hún sér um að sjá fyrir mat, byggja húsið ( ef það lekur er hún barin í klessu) og sjá um sem flest börn og mögulegt er því fleiri börn sem maðurinn á því meiri virðingu fær hann frá samfélaginu. Menn eru því oft með margar konur sem eiga kanski 5 börn á mann. Konur eru umskornar, barðar, nauðgað eins og börnin þau eru nú bara litin sem dýr, s.s barin í klessu. Það tíðkast lika að brennimerkja alla i ættbalknum i framan og draga fram i þeim tennurnar svo það sé alveg öruggt að þau þekkist sem masaai . Bara núna er verið að reyna að bjarga 2 stelpum 9 og 18 ára frá þvi að bróðir þeirra umskeri þær og ef hann bakkar ekki með það verður hann líklegast handtekinn. En við fórum svo heim og enduðum kvöldið við varðeldinn.

9.águst ( föstudagur) 
Vökuðum og fórum af stað aftur í skólann hja masaai fólkinu. Fórum í leiki með krökkunum og seinni partinn fórum við í heimsókn til nokkra barna þarna í kring. Húsin eru búin til úr kúaskít og mold og eru pínu lítil, þarna sefur konan og börnin ( stundum pabbinn þegar hann er ekki hja hinum konunum) en þegar hann er þurfa börnin annað hvort að flýja heimilið eða gista á köldu moldargólfinu. Núna sit eg við varðeld og allt hverfið sem við gistum í er rafmagnslaust :)

Þangað til næst 

Juliana

Flestar konurnar eru svona skrautlegar og með svona eyrnasneppla.
Jónína i skyrslutöku
Inní husinu


mánudagur, 5. ágúst 2013

Dvölin í Nirobi að taka enda...

Nú er að styttast í að dvöl okkar í Nirobi fari að taka enda og ný verkefni taka við í Loktoktot með Maasia fólkinu. Stelpurnar hafa farið vel yfir það sem hefur gengið á síðustu daga og eru þeir dagar búnir að vera mjög skemmtilegir. Sportdagurinn og "frí" dagurinn sem fór í gíraffagarð og dýragarð fyrir munaðarlaus dýr. En allavegana þetta voru frábærir dagar og íslenski hópurinn þjappaðist vel saman. En það sem stendur mest uppúr er að ég fékk að hitta styrktarbarnið mitt! 

Litla stelpan sem ég styrki er 6 ára og heitir Rael. Hún er ofboðslega feimin og kann nánast enga ensku því hún er nýbyrjuð í skólanum. Ég fékk að koma í heimsókn í húsið hennar og hitta ömmu hennar sem sér um hana vegana þess að móðir hennar dó úr HIV fyrir stuttu og faðir hennar hefur aldrei verið inní myndinni. Amma hennar er 70 ára og nánast blind en labbar með litla barnabarnið sitt á hverjum degi í skólann. Þær búa í hættulegasta slömminu þar sem spilltir uppdópaðir sómalar með byssur búa, þessvegana er hver einasta ferð til og frá mjög hættuleg og við fórum með vopnuðum lífverðum þangað. Þær hafa lítinn sem engann pening og því var heimsóknin mjög tilfinningarík þegar ég gaf þeim gjafirnar frá mér. Amman var svo glöð að hún fór að gráta og ég líka. Þetta var yndilegt móment sem ég mun alltaf eiga og svo ótrúlega gaman að hafa séð hvar styrktarbarnið mitt býr.


Íþróttadagurinn var æði og ég og Helga tókum þátt í flestum greinunum og erum við mjög stoltar að segja að við töpuðum ekki í neinu... Nema náttúrulega í hlaupi. En þetta var frábær dagur. Krakkarnir voru á fullu allann daginn og fengu svo hádegis mat, samloku og gosflösku. Þau fá bara gos tvisvar á ári en ÖLL stóðu þau hljóð og prúð í röð og biðu eftir sínu gosi. Held að eitthvernvegin að þetta myndi aldrei gerast hjá íslenskum krökkum. En allir krakkarnir voru í Víking eða fylkis treyjum það var mjög fyndið.
Íslenska stelpuliðið í boðhlaupi lentum í 3 sæti!!

Ísenska stelpu fótboltaliðið

Litlu snúllurnar Purity og Blessing. Það verður hræðilegt að kveðja þær :(


Í gær var frídagur og fengum við að fara í gíraffagarð og gefa þeim að borða, fórum á ótrúlega flottann veitingastað útí sveit og fórum í animal orphanage. Það var mjög gott að fá smá frí frá stífu prógrammi og slappa aðeins af! 


Dagurinn í dag fór í að vinna upp skýrslur og leika við krakkana í skólanum. Ég var með yngstu krakkana og við lituðum og sungum saman svo fór ég til eldri krakkana og átti að hjálpa þeim í skartgripa gerð en ég stóð eins og auli allann tímann og dáðist af þeim. Þau vildu svo öll gefa okkur stelpunum sem vorum að fylgjast með þeim það sem þau gerðu og erum við því vel blingaðar. 


Hlakka til að takast á við komandi verkefni og ég veit að dvöl okkar í Loktoktot verður líka erfið því þar eru aðstæður verri. 

Þetta er nóg í bili, en fyrirgefiði innsláttarvillurnar.. Ég er að skrifa þetta í símanum! Læt nokkrar myndir fylgja með í endann.

Jónína


Fallega litla Lucy
Ásdís og einn perlugerða meistari
Purity og Blessing rífast um vatn

Lítil 2 ára snúlla sem var svo skítug og þyrst að ég gaf henni vatnið mitt. Við tókum skýrslu af henni í dag og vinkona Unnar sem er með okkur úti ætlar að styrkja hana þannig þessi er á leið í skóla!

Þorgeir með lillurnar.