föstudagur, 2. ágúst 2013

Dagur 3



Jæja þá eru 3 dagar búnir og mér finnst ég vera búin að sjá svo mikið! Allt sem maður sér og upplifar hérna er svo sérstakt og maður er að upplifa allskonar nýjar tilfinningar.  Það tók alveg rosalega á í gær að heimsækja slömmin, maður var gjörsamlega búinn á því eftir þetta. Aðstæðurnar sem fólkið býr við er ekki sættanlegt fyrir hrossaflugu...maður átti ekki til orð að sjá öll þessi börn ein og yfirgefin út um allt, bárujárns "kofar" sem voru að hrynja og stærðin á þessu var svakaleg!!! maður horfði yfir svæðið og hugsaði að þarna býr milljónir manna sem eiga ekkert. Jónína fór vel í daginn í gær þannig ég læt þetta duga. Dagurinn í dag hjá mér byrjaði á óvelkomnu mígreniskasti svo ég fór ekki í skólann fyrr en eftir hádegi en Helga og Jónína fóru í slummið. Þegar við komum í skólan tók á móti manni 350 falleg hvít bros svo maður fór aðeins að gleyma slæmu aðstæðunum í slummunum. Maður getur ekki verið að velta sér uppúr þvi afhverju þetta er svona því maður getur ekkert gert .....nema þá kanski styrkja eitt barn svo það fái allaveganna mat eða menntun.  Öll börnin í ABC skólanum hafa hræðilegar sögur en hafa stóra drauma. Flest hafa séð hræðilega hluti eins og horft upp á pabba sinn berja mömmu þeirra eða þau sjálf, alvarleg veikindi og bara algjöra eymd. Þau eru svo hamingjusöm í ABC skólanum og þau eru rosalega trúuð, eins og í kvöld eða á föstudögum biðja þau alla nóttina í kirkjunni sinni, æðislegt. Þau héldu þvílíka sýnigu fyrir okkur þegar við komum , sungu og dönsuðu og við kenndum þeim  lag :) svo var þvílíkt dans partý sem var otrulega gaman. Maður skilur ekki hvað þau eru glöð miða við allt, ætla sko sannarlega að taka þau til fyrirmyndar !! En nóg í bili á morgunn er íþróttadagur svo maður þarf að hvíla sig vel. Góða skemmtun a þjóðhátíð krakkar :) 






Kv Júlíana 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli