föstudagur, 9. ágúst 2013

Oloitokitok


Þar sem allir dagar eru farnir að renna saman í eitt þannig ég ætla að raða þessu svona skipulega og snyrtilega upp.

7.ágúst (mið) vöknuðum frekar snemma og kláruðum að pakka, fórum svo niður í miðbæ nairobi og fórum à markaði og fengum okkur að borða. Svo lögðum við af stað til loitoktok- 4 tima keyrsla í umfeðinni hérna er gjörsamlega búin að breyta bílhræðslunni minni það er alveg öruggt!!! Rosalega fyndið lika að umferðin stoppaði útaf risa gíraffahjörð sem var að fara yfir veginn !!! Þegar við mættum svo á staðinn fór júlla á pödduveiðar og drap bara 5 kóngulær inní herberginu og nokkrar flugur....en við stelpurnar ýttum rúmmunum okkar bara saman og erum í rosa kózy stemmingu hér.

8.ágúst(fimmtudagur) : vöknuðum klukkan 10 og fórum af stað til masaii ættbálkssins. Þau tóku þvílíkt vel á móti okkur með allskonar dans og söng atriðum og við fengum að sjá hvernig masaii konurnar klæða sig sem er ansi skrautlegt. Smá um þennann ættbálk en ABC er með starf hérna því her er mikil þörf fyrir hjálp, hefðin er að maðurinn ræður öllu og konan er algjört núll og nix. hún sér um að sjá fyrir mat, byggja húsið ( ef það lekur er hún barin í klessu) og sjá um sem flest börn og mögulegt er því fleiri börn sem maðurinn á því meiri virðingu fær hann frá samfélaginu. Menn eru því oft með margar konur sem eiga kanski 5 börn á mann. Konur eru umskornar, barðar, nauðgað eins og börnin þau eru nú bara litin sem dýr, s.s barin í klessu. Það tíðkast lika að brennimerkja alla i ættbalknum i framan og draga fram i þeim tennurnar svo það sé alveg öruggt að þau þekkist sem masaai . Bara núna er verið að reyna að bjarga 2 stelpum 9 og 18 ára frá þvi að bróðir þeirra umskeri þær og ef hann bakkar ekki með það verður hann líklegast handtekinn. En við fórum svo heim og enduðum kvöldið við varðeldinn.

9.águst ( föstudagur) 
Vökuðum og fórum af stað aftur í skólann hja masaai fólkinu. Fórum í leiki með krökkunum og seinni partinn fórum við í heimsókn til nokkra barna þarna í kring. Húsin eru búin til úr kúaskít og mold og eru pínu lítil, þarna sefur konan og börnin ( stundum pabbinn þegar hann er ekki hja hinum konunum) en þegar hann er þurfa börnin annað hvort að flýja heimilið eða gista á köldu moldargólfinu. Núna sit eg við varðeld og allt hverfið sem við gistum í er rafmagnslaust :)

Þangað til næst 

Juliana

Flestar konurnar eru svona skrautlegar og með svona eyrnasneppla.
Jónína i skyrslutöku
Inní husinu


Engin ummæli:

Skrifa ummæli