Litla stelpan sem ég styrki er 6 ára og heitir Rael. Hún er ofboðslega feimin og kann nánast enga ensku því hún er nýbyrjuð í skólanum. Ég fékk að koma í heimsókn í húsið hennar og hitta ömmu hennar sem sér um hana vegana þess að móðir hennar dó úr HIV fyrir stuttu og faðir hennar hefur aldrei verið inní myndinni. Amma hennar er 70 ára og nánast blind en labbar með litla barnabarnið sitt á hverjum degi í skólann. Þær búa í hættulegasta slömminu þar sem spilltir uppdópaðir sómalar með byssur búa, þessvegana er hver einasta ferð til og frá mjög hættuleg og við fórum með vopnuðum lífverðum þangað. Þær hafa lítinn sem engann pening og því var heimsóknin mjög tilfinningarík þegar ég gaf þeim gjafirnar frá mér. Amman var svo glöð að hún fór að gráta og ég líka. Þetta var yndilegt móment sem ég mun alltaf eiga og svo ótrúlega gaman að hafa séð hvar styrktarbarnið mitt býr.
Íþróttadagurinn var æði og ég og Helga tókum þátt í flestum greinunum og erum við mjög stoltar að segja að við töpuðum ekki í neinu... Nema náttúrulega í hlaupi. En þetta var frábær dagur. Krakkarnir voru á fullu allann daginn og fengu svo hádegis mat, samloku og gosflösku. Þau fá bara gos tvisvar á ári en ÖLL stóðu þau hljóð og prúð í röð og biðu eftir sínu gosi. Held að eitthvernvegin að þetta myndi aldrei gerast hjá íslenskum krökkum. En allir krakkarnir voru í Víking eða fylkis treyjum það var mjög fyndið.
Íslenska stelpuliðið í boðhlaupi lentum í 3 sæti!!
Ísenska stelpu fótboltaliðið
Dagurinn í dag fór í að vinna upp skýrslur og leika við krakkana í skólanum. Ég var með yngstu krakkana og við lituðum og sungum saman svo fór ég til eldri krakkana og átti að hjálpa þeim í skartgripa gerð en ég stóð eins og auli allann tímann og dáðist af þeim. Þau vildu svo öll gefa okkur stelpunum sem vorum að fylgjast með þeim það sem þau gerðu og erum við því vel blingaðar.
Hlakka til að takast á við komandi verkefni og ég veit að dvöl okkar í Loktoktot verður líka erfið því þar eru aðstæður verri.
Þetta er nóg í bili, en fyrirgefiði innsláttarvillurnar.. Ég er að skrifa þetta í símanum! Læt nokkrar myndir fylgja með í endann.
Jónína
Fallega litla Lucy
Ásdís og einn perlugerða meistari
Purity og Blessing rífast um vatn
Lítil 2 ára snúlla sem var svo skítug og þyrst að ég gaf henni vatnið mitt. Við tókum skýrslu af henni í dag og vinkona Unnar sem er með okkur úti ætlar að styrkja hana þannig þessi er á leið í skóla!
Yndislegar myndir og frábært blogg, stelpur. Frábært að fá að sjá myndir af henni Claudiu "minni" þamba vatnið sem þið gáfuð henni <3 Þið eruð öll alveg ótrúlegar hetjur, ég lít svo upp til ykkar. Heimurinn er svo sannarlega ríkari að hafa ykkur Íslendingana þarna :)
SvaraEyða