fimmtudagur, 15. ágúst 2013

Síðasti dagurinn í Oloitokitok

Eins og Júlíana sagði hérna í síðasta bloggi hafa síðustu dagar verið mjög svipaðir. Þeir hafa einkennst af skýrslugerðum og löngum göngum milli húsa. Virkilega skrýtið að sjá að fólk búi við þessar aðstæður og eru þær svipaðar en samt gjörólíkar við aðstæðurnar í Nairobi. Við erum nú búin að taka skýrslur af flestum krökkunum á Loitokitok svæðinu og bætist óðum við styrktarbörn ABC. Núna sitjum við við tölvurnar að setja skýrslurnar inn svo hægt sé að finna styrktarforleldra fyrir börnin. En svo á morgun förum við í smá "frí" og fáum að upplifa Afríku á annan hátt. Þar sem að síðasta blogg fór vel yfir hvernig lífið hefur verið verður þetta meira myndablogg frá ferðinni hingað til.

Helga














































































Engin ummæli:

Skrifa ummæli