Í gær var íþróttadagur handa krökkunum þar voru þau styrkt til að fá fótbolta völl í láni. Börnin kepptu í öllu mögulegu. Fótbolta, hlaupi, boðhlaupi og reipitogi. Við íslenska liðið unnum bæði karla og kvenna kennarana í reipitogi og í fótboltanum. En þegar kom að því að keppa á móti börnunum í hlaupi var ekki sama sagan. Þau sprettu á undan okkur og skildu okkur eftir í ryki og urðu aldrei móð á meðan allir Íslendingarnir urðu lafmóðir. Svo fengu krakkarnir að borða samloku og gos sem þau fá bara við sérstök tilefni eins og á jólunum ofl. Flest drukku allt gosið fyrst útaf spenningi. Magnað að sjá hversu lítið getur glatt. Svo fengu þau að fara í sund í ískalda laug en það stoppaði þau ekki hoppuðu út í og busluðu. Það skrýtna var að enginn kunni að synda.. Um kvöldið fengum við að vera viðstödd kvöldmessu sem er á hverju kvöldi. Það var lífsreynsla útaf fyrir sig, krakkarnir sungu og dönsuðu og það var magnað að sjá þetta og var merkilegt að fá að sjá skólann að kvöldi til, algjört myrkur og luktir og kerti. Reyndar var rafmagnslaust það kvöldið en ég get ýmindað mér að það sé ekki mikið ljós þrátt fyrir það.
Dagurinn í dag fór í söfn og að skoða aðeins borgina. Karen Blixen safnið var tekið fyrst þar sem flestir fóru inn að skoða húsið hennar og var ótrúlega flott inni og um kring. Svo fórum við í gírafa garð þar sem við gáfum þeim að borða og skoðum í kring þetta var ekki stórt svæði sem við vorum á sáum vel gírafana sem höfðu gott svæði til að vera á. Er ótrúlega spennt að fara í safari og sjá mun fleiri dýr. Svo fórum við upp í hálfgerða sveit eða næstum því upp í fjöll á veitingastað sem var ótrúlega flottur og borðuðum þar og skoðuðum okkur um. Eftir það var ferðinni heitið í dýragarð fyrir munaðarlaus dýr og fengum leiðsögn um garðinn og fylgdumst með þegar þeim var gefið að borða. Eftir kvöldmat hjá okkur horfðum við á innslag smá eins og Ísland í dag nema afrískt. Þar var einn af fyrstu nemundum ABC skólans tekinn fyrir sem var tilnefndur sem "Best new artist". Æðislegt að sjá hversu þakklátur hann var skólanum og hversu langt hann hefur náð í tónlist. Á morgun er svo aftur programm með börnunum og hinn helmingurinn fer aftur í skýrslugerð í fátækrarhverfin.
Helga
Engin ummæli:
Skrifa ummæli