fimmtudagur, 18. júlí 2013

10 dagar til stefnu

Jæja nú fer að styttast í ferðina og höfum við beðið lengi eftir henni eða alveg frá því að við byrjuðum í ABC skólanum í febrúar. Spenningurinn er í hámarki og blundar samt líka smá stress sem er bara gott. Erum allar búnar í tilheyrandi sprautum fyrir ferðina og erum komnar með ágætis lyfjabox.



Það sem við erum að fara að gera í grófum dráttum, er að fara í heimsókn til Kenya í ABC skólann þar sem eru um 500 börn styrkt til þess að ganga í skóla. Þar munum við fara í ýmis verkefni með börnunum og hjálpa til við það sem þarf að gera og færa þeim gjafir með peningunum sem við höfum safnað með fjáröflununum okkar sem verða meðal annars föt, skór, matur eða jafnvel hænur eða geitur. Einnig förum við á heimavistirnar sem ABC stendur fyrir og erum fyrst og fremst að kynnast starfinu sem ABC er að gera í Kenya. Því næst förum við til Loitoktok á svæði sem kallast Namelok og kynnumst þar aftur starfi ABC sem er mun frumstæðara svæði en Kenya. Þetta er lítið hirðingjaþorp rétt hjá Kilimanjaro og býr þar Masai þjóflokkurinn. Síðan er förinni heitið til Mombasa síðustu dagana með hópnum og þar er smá "frí" og förum þar í safarí og kynnumst annari hlið af Afríku. Svo var sú ákvörðun tekin hjá mér og Jónínu, fyrst við erum nú komnar alla leið til Afríku, að halda áfram með tveimur öðrum stelpum til Tanzaníu og verður það mjög spennandi að fara þangað.


Það er frekar erfitt að skrifa um þetta áður en við förum og erfitt að lýsa án þess að hafa séð en þetta er svona í rosalega grófum dráttum hvað við erum helst að fara að gera og ætlum að reyna vera duglegar að setja inn blogg eða myndir daglega. Við erum ótrúlega spenntar fyrir þessari ferð og erum ánægðar að hafa tekið þessa ákvörðun að leggja starfinu lið og að sjá hversu gott starf og dugnaðinn í fólkinu sem stendur að þessu öllu saman úti.

Helga

Hópurinn sem fer út :)


Engin ummæli:

Skrifa ummæli