miðvikudagur, 17. júlí 2013

Við erum 3 stelpur (Jónína, Júlíana og Helga) og við erum á leið til Afríku 29.júlí og ákváðum að stofna blogg til að leyfa vinum og ættingjum að fylgjast vel með á meðan á þessu ferðalagi stendur. 

Þetta ævintýri byrjaði allt þannig að ég sá auglýsingu um ABC skólann þegar ég var í öðrum bekk í menntaskóla og strax byrjaði mig að dreyma um að fara út til afríku í hjálparstarf. Þegar ég loks útskrifaðist vorið 2012 ákvað ég strax að ég myndi taka mér árs frí frá námi og gera eitthvað skemmtilegt. Flestir vinir mínir voru byrjaðir að plana heimsreisur eða búnir að panta og ég vildi líka gera eitthvað með mitt ár. Eitthvern vegin náði ég aldrei að festa mig í neinum plönum því abc skólinn blundaði alltaf inní mér. Eftir hálft ár í vangaveltum um hvað ég ætti nú að gera við þetta blessaða ár fór ég inná www.abc.is og sendi fyrirspurn um hvenær næsta námskeið væri. Bryndís svaraði mér tafarlaust og sagði að næsta námskeið væri að byrja í febrúar og þá var ekki aftur snúið, ég var harðákveðin að fara í skólann. Ég talaði við Helgu & Júlíönu samdægurs og þær voru meira en til í að koma með! 

ABC- Skólinn Námskeið í þróunar- og hjálparstarfi

Skólinn hófst í febrúar og lauk 30.apríl með útskrift og erum við allar útskrifaðir ABC-liðar frá ABC barnahjálp.

Við mættum í skólan tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga, í þrjá tíma í senn. Námsefnið var mjög fjölbreytt. Námsgreinar voru á m.a : Skynihjálp, barnasálfræði, þróunarhjálp, framandi lönd og menning, efling samskipta, næringar- og sjúkdómafræði og svo almennfræðsla um stafsemi ABC útum allan heim. Það var mjög gaman í skólanum og mæli ég með honum fyrir alla! 


Júlíana lærir skyndihjálp


Helga lærir skyndihjálp
Ferðin og Fjáröflun 

Ferðin út er mjög dýr og við ABC-liðar höfum borgað okkar ferð og allan kostnað sjálf en höfum staðið að fjáröflun fyrir krakkana úti sem við erum að fara hjálpa. Við höfum staðið í kortagerð, innpökkun á súkkulaði, súkkulaði- og kaffi sölu og fjölskyldu bingói. Við erum mjög stolt af ágóðanum og hlökkum til að gleðja krakkana með gjöfum og nauðsynjavörnum þegar við komum út. 

Allur bekkurinn fer saman út til Kenya þann 29.júlí og ferðumst í 3 vikur á vegum ABC svo ferðumst við Helga ásamt tveimur öðrum stelpum til Tanzaníu á okkar eigin vegum og komum heim 26.ágúst. 





selja abc-súkkulaði





Innpökkun


útskrift


Þetta var bara svona kynnarblogg, við komum með meira seinna um undirbúning og annað!!
Stay tuned, Jónína 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli